HEKLUREITUR

Laugavegur 168 komið í sölu

Skoða íbúðir

Laugavegur 168, er fyrsta húsið sem rís á Heklureit, er nú komið í almenna sölu. Fallegar íbúðir af fjölbreyttum stærðum með vönduðum sérsmíðuðum ítölskum innréttingum og nýjustu Siemens tækjum. Íbúðir á efri hæðum hafa eigin þakgarða en sameiginlegur þakgarður verður einnig fyrir alla íbúa í húsinu ásamt fallegum inngarði. Fjöldi sérbílastæða verða í boði í tvöföldum bílakjallara undir hússinu með akstri bæði út á Nóatún og Laugaveg. Áætluð afhending íbúða er haust 2025.

Frábær staðsetning í miðborginni en þó fjarri skarkala miðbæjarins.

MIÐSVÆÐIS

Staðsetningin tryggir góðar tengingar við helstu stofnbrautir, Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrabraut auk þess mun 1. áfangi Borgarlínu liggja fram hjá húsinu. Þá má á göngu komast til fjölþættrar menningar með möguleika á að næra bæði anda og efni. Þarna búa íbúar við munað miðborgarbragsins en utan skarkala miðbæjarins. Hönnun hússins miðar að því að sólar njóti jafnt í skjólgóðum inngarðinum og á þakgörðum á efri hæðum. Húsið trappar sig í þeim tilgangi niður og veitir holtið til suðurs skjól en hleypir að birtu og sól. Húsið er 8 hæðir til norðurs að Laugavegi en stallast niður í 2 hæðir við Brautarholt til suðurs.

ÚTSÝNI

Til norðurs blasir Esjan í allri sinni dýrð. Og það eru viss gæði fólgin í því að fá að sjá Esjuna í öllum sínum fjölbreytileika, litbrigðum og síbreytilegri fegruð. Fjall, eða reyndar fjallgarður, sem hefur gefið lagahöfundum og listmálurum innblástur til að fremja sín bestu verk ásamt því að fanga aðdáun og augu borgarbúans.

Upp af Engey á Faxaflóa má sjá Akrafjall og Skarðsheiði sem eru að sjálfsögðu eins og fjólubláir draumar og á góðum dögum glitrar Snæfellsjökull á haffletinum í fjarska. Til suðurs breiðir borgin úr sér og til vesturs, á Skólavörðuholti blasir við eitt helsta kennileiti Reykjavíkur, Hallgrímskirkja.

Brynjar Þór Sumarliðason

Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
brynjar@eignamidlun.is
Sími 896 1168

Gunnar Bergmann Jónsson

Löggiltur fasteignasali og Viðskiptalögfræðingur
gunnarbergmann@eignamidlun.is
Sími 839 1600

Kári Sighvatsson

Lögfræðingur og löggiltur fasteignasali
kari@eignamidlun.is
Sími 899 8815

Kjartan Hallgeirsson

Löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri
kjartan@eignamidlun.is
Sími 824 9093

Lilja Guðmundsdóttir

Viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali
lilja@eignamidlun.is
Sími 649 3868

Unnar Kjartansson

Löggiltur fasteignasali
unnar@eignamidlun.is
Sími 867 0968

Rögnvaldur Örn Jónsson

Löggiltur fasteignasali
 rognvaldur@eignamidlun.is
Sími 660 3452