MIÐSVÆÐIS
Staðsetningin tryggir góðar tengingar við helstu stofnbrautir, Sæbraut, Miklubraut og Kringlumýrabraut auk þess mun 1. áfangi Borgarlínu liggja fram hjá húsinu. Þá má á göngu komast til fjölþættrar menningar með möguleika á að næra bæði anda og efni. Þarna búa íbúar við munað miðborgarbragsins en utan skarkala miðbæjarins. Hönnun hússins miðar að því að sólar njóti jafnt í skjólgóðum inngarðinum og á þakgörðum á efri hæðum. Húsið trappar sig í þeim tilgangi niður og veitir holtið til suðurs skjól en hleypir að birtu og sól. Húsið er 8 hæðir til norðurs að Laugavegi en stallast niður í 2 hæðir við Brautarholt til suðurs.