Fágun og gæði voru höfð að leiðarljósi við hönnun íbúðarinnar. Gólfsíðir gluggar eru og ná hærra til lofts sem hámarkar flæði birtu og eykur útsýni. Gólfhiti er í íbúðinni og einnig eru vélræn loftskipti sem tryggir aukin loftgæði og betri innivist.
Í eldhúsinu verður eyjan, borðplötur ásamt bakplötu úr Mistral Quartz steini frá Santamargherita, sem er sérframleiddur á Ítalíu fyrir Heklureit. Íbúðirnar eru búnar glæsilegum og vönduðum tækjum frá Siemens. Öll tæki hvort sem er fyrir eldhús eða bað eru valin með tilliti til gæða og endingar.
Íbúðinni fylgir einkastæði í bílakjallara.
Kaupendur geta valið milli tveggja þema í innréttingum, sem hafa fengið nöfnin Hlýja og Bjarmi.
Gott skipulag og gæði voru höfð að leiðarljósi við hönnun íbúðanna. Gólfsíðir gluggar sem einnig ná hærra til lofts hámarka flæði birtu inn í íbúðina en um leið hámarka útsýni frá. Gólfhiti er í öllum íbúðum.
Í eldhúsinu verður borðplatan ásamt bakplötu úr Istria Lucito Quartz steini sem er sérframleiddur fyrir Heklureit á Ítalíu frá Santamargherita. Íbúðirnar eru búnar glæsilegum og vönduðum tækjum frá Siemens.
Eldhúsinnréttingin er í ljósum lit sem kallast Grigio Mare Opaco, úr Miton línu Cubo-Design, sem sérsmíðar allar innréttingar fyrir Heklureitinn. Fataskápar eru í sama lit.