Laugardalurinn
Stutt frá Heklureit er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, Laugardalurinn enda skjólsæll með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. Þar er að finna helstu íþróttamannvirki borgarinnar eins og Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Í hjarta dalsins er svo Grasagarður Reykjavíkur og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn og getur öll fjölskyldan fundið þar afdrep og afþreyingu við hæfi.