Kort

Miðlæg staðsetning tryggir gott aðgengi að helstu umferðaræðum sem sparar tíma. Þannig er örstutt í helstu stofnbrautir eins og Sæbraut, Kringlumýrarbraut og Miklubraut.

Í þessum lista er aðeins tæpt á litlum hluta af þeim upplifunum sem örstutt er í.

AFÞREYING

  1. Harpa
  2. Kjarvalsstaðir
  3. Bíó Paradís
  4. Listasafn Reykjavíkur
  5. Fjölskyldu og húsdýragarðurinn
  6. Ásmundarsafn
  7. Listasafn Einars Jónssonar
  8. Listasafn Íslands

VEITINGAR

  1. Jörgensen Kitchen &Bar
  2. Local
  3. Borg29 Mathöll
  4. Askur, Brasserie Suðurlandsbraut
  5. VOX Brasserie & Bar
  6. Hlemmur Mathöll
  7. Klambrar bístró

VERSLANIR

  1. Nettó Nóatúni
  2. Bónus, Skipholti
  3. Krónan, Borgartúni
  4. Kringlan
  5. Suðurver

SKÓLAR

  1. Suzukitónlistarskóli Reykjavíkur
  2. Háteigsskóli
  3. Ísaksskóli
  4. Waldorfskólinn
  5. Laugarnesskóli
  6. Austurbæjarskóli
  7. Kvennaskólinn í Reykjavík
  8. Menntaskólinn í Reykjavík

List á Heklureit

Á Heklureitnum er staðsett ein af heitavatnsborholum Reykjavíkurborgar. Í tengslum við hana var ákveðið að setja upp listaverk á reitnum þar sem undirgöng allra húsanna væri vettvangur. Þórdís Erla Zoëga myndlistarkona var valin til verksins og er hún ekki ókunnug því að vinna verk sín nærri hitaveitum. Hún á þegar listaverk sem prýðir borholu á Seltjarnarnesi og á næstunni mun hún einnig vinna verk fyrir hitaveituna í Helsinki.

Hér til hliðar er skemmtilegt viðtal við Þórdísi þar sem hún segir frá tilurð verksins sem hún kallar Flæði og hvernig hún fléttar skemmtilega gömlum dagmálum kallaðar eyktir inn í verkin í göngunum.

Laugardalurinn

Stutt frá Heklureit er eitt vinsælasta útivistarsvæði Reykvíkinga, Laugardalurinn enda skjólsæll með vel skipulagða göngu- og hjólastíga. Þar er að finna helstu íþróttamannvirki borgarinnar eins og Laugardalshöllina, Laugardalsvöllinn, Laugardalslaugina og Skautahöll Reykjavíkur. Í hjarta dalsins er svo Grasagarður Reykjavíkur og Fjölskyldu- og Húsdýragarðurinn og getur öll fjölskyldan fundið þar afdrep og afþreyingu við hæfi.

Sólfarið

Einn vinsælasti ferðamannastaður borgarinnar er án efa Sólfarið,  sem er glæsilegt listaverk eftir Jón Gunnar Árnason. Aðal menningarhús Reykvíkinga stendur síðan álengdar, Harpan með sínum sérstöku gluggum og sjarmerandi staðsetningu við smábátahöfnina.

Sæbrautin

Aðal umferðaræð Reykjavíkur er Sæbrautin en við hlið hennar sjávarmegin eru vinsælir hjóla- og göngustígar. Það má sjá fólk á ferðinni á öllum tímum sólarhringsins gangandi, skokkandi og hjólandi.